Hring­vegur – Þver­árfjalls­vegur

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2020–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurJákvæð byggðaþróun
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      BrúEndurbæturFjárfestingarátak
  • Svæði
    • Norðurland

Nýbygging Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Nýframkvæmd Þverárfjallsvegar (73) er um 8,5 km og nær frá Hringvegi (1) austan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi (744) skammt austan við núverandi brú á Laxá. Nýframkvæmd Skagastrandarvegar (74) er um 3,3 km löng og nær frá nýjum Þverárfjallsvegi (73) um nýja brú yfir Laxá að núverandi Skagastrandarvegi (74) norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Hönnun tíu minni vegtenginga/heimreiða eru hluti af verkinu en lengd þeirra nemur um 4,5 km. Heildarlengd vega er því um 16,3 km. Auk þess er um að ræða nýja brú yfir Laxá, um 110 m að lengd og eftirlitsstað til þungaeftirlits.

Tengd útboð


Um framkvæmdina

Þverárfjallsvegar (73) í Refasveit og Skagastrandarvegar (74) um Laxá. Nýframkvæmd Þverárfjallsvegar (73) er um 8,5 km og nær frá Hringvegi
(1) austan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi (744) skammt austan við núverandi brú á Laxá. Nýframkvæmd Skagastrandarvegar (74) er um 3,3 km löng og nær frá nýjum Þverárfjallsvegi (73) um nýja brú yfir Laxá að núverandi Skagastrandarvegi (74) norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð. Hönnun tíu minni vegtenginga/heimreiða eru hluti af verkinu en lengd þeirra nemur um 4,5 km. Heildarlengd vega er því um 16,3 km. Auk þess er um að ræða nýja brú yfir Laxá, um 110 m að lengd og eftirlitsstað til þungaeftirlits.


Verkframvinda

Verkframvinda 2020: Unnið að for- og verkhönnun og mati á umhverfisáhrifum. Einnig unnið að gerð samninga við landeigendur.

Verkframvinda 2021: Lokið við hönnun og verkið boðið út um mitt sumar. Framkvæmdir hófust seinni part sumars og unnið við vegagerð fram undir áramót. Vinna við brú hófst ekki á árinu.

Verktaki: Hönnun: Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf. Verkframkvæmd: Skagfirskir verktakar ehf.

Tengd gögn