Útboðsnúmer 16-052
Hvera­gerði – Bisk­upstungna­braut, hönn­un

13 júní 2016Útboðsauglýsing

Vegagerðin, óskar eftir tilboði í for- og verkhönnun fyrir breikkun Hringvegar (1), frá  Kambarótum að vegamótum Hringvegar og Biskupstungnabrautar, um 12 km.  Á vegkaflanum skal hanna átta steyptar brýr og undirgöng, fimm bárustálsundirgöng, þar af ein ætluð til aksturs. Að lokum skal hanna tvenn tvöföld hringtorg, tvenn hliðfærð T-vegamót og hliðarvegi, göngu- og hjólreiðastíga, samtals um 9 km.

Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Forhönnun skal lokið fyrir 9. janúar 2017

 

Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 30. mars 2018

Útboðsgögn verða seld á hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7, 105 Reykjavík (móttöku), frá og með mánudeginum 13. júní 2016. Gögnin verða afhent rafrænt á minnislykli. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Tilboð skulu hafa borist til Vegagerðarinnar, á sama stað, eigi síðar en kl. 14:00 þriðjudaginn 19. júlí 2016, og verða þau opnuð þar sama dag kl. 14:15 og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður haldinn að Borgartúni 7, 105 Reykjavík þriðjudaginn 26. júlí 2016 klukkan 14:15 þar sem lesin verða upp nöfn hæfra bjóðenda úr hæfnisvali og tilboðsupphæð af tilboðs­eyðublöðum.


26 júlí 2016Opnun tilboða

Tilboð opnuð á síðari opnunarfundi þar sem lesin voruupp nöfn hæfra bjóðenda úr hæfisvali og tilboðsupphæð af tilboðs­eyðublöðum. For- og verkhönnun fyrir breikkun Hringvegar (1), frá  Kambarótum að vegamótum Hringvegar og Biskupstungnabrautar, um 12 km.  Á vegkaflanum skal hanna átta steyptar brýr og undirgöng, fimm bárustálsundirgöng, þar af ein ætluð til aksturs. Að lokum skal hanna tvenn tvöföld hringtorg, tvenn hliðfærð T-vegamót og hliðarvegi, göngu- og hjólreiðastíga, samtals um 9 km.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Forhönnun skal lokið fyrir 9. janúar 2017

Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 30. mars 2018.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
243.341.692
131,5
161.462.139
Áætlaður verktakakostnaður
185.100.000
100,0
103.220.447
Verkís hf., Reykjavík
156.147.196
84,4
74.267.643
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
118.798.320
64,2
36.918.767
Efla hf, Reykjavík
89.726.959
48,5
7.847.406
Mannvit hf, Kópavogur
81.879.553
44,2
0

12 september 2016Samningum lokið

Mannvit hf,Kópavogur
kt. 4305720169