Útboðsnúmer 19-044
Hring­vegur (1) um Kjalar­nes, hönn­un (EES útboð)

3 apríl 2019Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Um er að ræða:

 

  • Breikkun Hringvegar á um 9 km kafla
  • Þrjú hringtorg á Hringveginn
  • Um 12 km af hliðarvegum bæði nýja og uppfærða núverandi vegi
  • Fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt) og tvö mannvirki yfir á (annars vegar lengingu og hins vegar breikkun)
  • Um 3,4 km af hjóla- og göngustígum

Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með miðvikudeginum 3. apríl 2019.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. maí 2019, og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður á sama stað þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.


14 maí 2019Opnun tilboða

Fyrri opnunarfundur tilboða í verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes var 14. maí 2019. Um er að ræða:

  • Breikkun Hringvegar á um 9 km kafla
  • Þrjú hringtorg á Hringveginn
  • Um 12 km af hliðarvegum bæði nýja og uppfærða núverandi vegi
  • Fimm undirgöng (þrjú stálgöng og tvö steypt) og tvö mannvirki yfir á (annars vegar lengingu og hins vegar breikkun)
  •  Um 3,4 km af hjóla- og göngustígum

Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Lesið var upp hverjir skiluðu inn tilboðum en á síðari opnunarfundi, sem verður þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 14:15, verða lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Seinni opnunarfundur var 21. maí 2019. Verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.

Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
137.000.000
100,0
51.448.547
Mannvit hf, Kópavogur
121.123.539
88,4
35.572.086
Verkfræðistofa Bjarna Viðar ehf., Reykjavík
120.016.010
87,6
34.464.557
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
89.491.319
65,3
3.939.866
Efla hf, Reykjavík
87.195.690
63,6
1.644.237
Verkís hf., Reykjavík
85.551.453
62,4
0

1 júlí 2019Samningum lokið

Verkís hf.,Reykjavík
kt. 6112760289