Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Um er að ræða:
Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.
Verkið er boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með miðvikudeginum 3. apríl 2019.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. maí 2019, og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.
Síðari opnunarfundur verður á sama stað þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 14:15 þar sem lesin verður upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.
Fyrri opnunarfundur tilboða í verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes var 14. maí 2019. Um er að ræða:
Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Lesið var upp hverjir skiluðu inn tilboðum en á síðari opnunarfundi, sem verður þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 14:15, verða lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.
Seinni opnunarfundur var 21. maí 2019. Verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes.
Verkhönnun skal lokið fyrir 1. júní 2020.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Áætlaður verktakakostnaður | 137.000.000 | 100,0 | 51.448.547 |
Mannvit hf, Kópavogur | 121.123.539 | 88,4 | 35.572.086 |
Verkfræðistofa Bjarna Viðar ehf., Reykjavík | 120.016.010 | 87,6 | 34.464.557 |
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík | 89.491.319 | 65,3 | 3.939.866 |
Efla hf, Reykjavík | 87.195.690 | 63,6 | 1.644.237 |
Verkís hf., Reykjavík | 85.551.453 | 62,4 | 0 |