Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði brúar á Hringveginum, yfir Jökulsá á Sólheimasandi, endurgerð vegarins beggja vegna og gerð bráðabirgðavegar.
Heildarlengd vegkafla á Hringvegi er um 1 km, 9 m breiður með 3,5 m breiðum akreinum og 1,0 m breiðum öxlum. Lengd bráðabirgðavegar er um 1 km. Ný brú verður eftirspennt bitabrú í fimm höfum, alls 163 m.
Helstu magntölur eru:
Brúargerð | |
Fyllingar | 27.000 m3 |
Ónothæfu efni jafnað á losunarstað | 29.000 m3 |
Styrktarlag | 11.280 m3 |
Burðarlag | 3.000 m3 |
Einföld klæðing | 6.900 m2 |
Tvöföld klæðing | 8.800 m2 |
Grjótvörn | 500 m3 |
Bitavegrið, uppsetning | 532 m |
Rif á brúm | 2 stk. |
Brúargerð | |
Gröftur | 3.200 m3 |
Mótafletir | 3.970 m2 |
Steypustyrktarjárn | 304 tonn |
Steypa | 2.136 m3 |
Vegrið á brú | 324 m |
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 2021.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með fimmtudeginum 25. september 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 27. október 2020.
Sérstakur opnunarfundur verður ekki haldinn, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildar tilboðsupphæð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Tilboð opnuð 27. október 2020. Smíði brúar á Hringveginum, yfir Jökulsá á Sólheimasandi, endurgerð vegarins beggja vegna og gerð bráðabirgðavegar.
Heildarlengd vegkafla á Hringvegi er um 1 km, 9 m breiður með 3,5 m breiðum akreinum og 1,0 m breiðum öxlum. Lengd bráðabirgðavegar er um 1 km. Ný brú verður eftirspennt bitabrú í fimm höfum, alls 163 m.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Suðurverk hf. og Metrostav Íslandi ehf. | 912.990.474 | 102,4 | 178.358.737 |
Áætlaður verktakakostnaður | 891.673.402 | 100,0 | 157.041.665 |
Jáverk ehf., Selfoss | 898.889.923 | 100,8 | 164.258.186 |
Ístak hf., Mosfellsbær | 841.740.538 | 94,4 | 107.108.801 |
Eykt ehf., Reykjavík | 742.370.228 | 83,3 | 7.738.491 |
ÞG verktakar, Reykjavík | 734.631.737 | 82,4 | 0 |