Útboðsnúmer
Hring­vegur (1) um Horna­fjörð, Hólmur – Djúpá

30. ágúst 2017Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í undirbyggingu nýs Hringvegar um Hornafjörð, nánar tiltekið milli Hólms og Djúpár.  Alls 4,3 km með ræsagerð, ásamt tengingu við núverandi Hringveg. Ennfremur gerð undirbyggingar á 200 m kafla Brunnhólsvegar og 70 m kafla nýs Einholtsvegar. Jafnframt skal skipt um ræsi í núverandi vegi í ánni Míganda.

Helstu magntölur eru:

  • Fyllingar, sig og yfirhæð innifalin                 150.000 m3
  • Ræsalögn                                                                 357 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2018.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 4. september 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. september 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag


19. september 2017Opnun tilboða

Tilboð opnuð 19. september 2017, Undirbyggingu nýs Hringvegar um Hornafjörð, nánar tiltekið milli Hólms og Djúpár.  Alls 4,3 km með ræsagerð, ásamt tengingu við núverandi Hringveg. Ennfremur gerð undirbyggingar á 200 m kafla Brunnhólsvegar og 70 m kafla nýs Einholtsvegar. Jafnframt skal skipt um ræsi í núverandi vegi í ánni Míganda.

Helstu magntölur eru:

  • Fyllingar, sig og yfirhæð innifalin                 150.000 m3
  • Ræsalögn                                                                 357 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2018.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
222.891.712
148,0
109.184.112
Þ.S. Verktakar ehf., Egilsstöðum
179.986.905
119,5
66.279.305
Ístak hf., Mosfellsbær
177.400.315
117,8
63.692.715
Áætlaður verktakakostnaður
150.561.000
100,0
36.853.400
Jökulfell ehf., Svínafelli
113.707.600
75,5
0

25. október 2017Samningum lokið

Jökulfell ehf., Svínafelli
kt. 5301052370