Útboðsnúmer 21-125
Hring­vegur (1) – Hvera­gerði: Ölfu­svegur um Varmá

19. nóvember 2021Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði ásamt gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Verkið felst í lagningu nýs vegar á u.þ.b. 780 m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Vegundirbygging Sunnumerkur; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá hefur að mestu leyti verið lögð út nú þegar.

Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með föstudeginum 19. nóvember  2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. desember 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Helstu magntölur
Verkhluti 8.01 Vegagerð
Fylling úr námum       
9.000 m3
Ræsalögn                                                   
50 m
Styrktarlag 
4.000 m3
Burðarlag 
1.600 m3
Malbik
9.400 m2
Vegrið, uppsetning   
180 m
Verkhluti 8.02 Brú á Varmá
Brúarvegrið  
108 m
Gröftur  
1.250 m3
Fylling við steypt mannvirki  
1.700 m3  
Mótafletir 
1.450 m2
Steypustyrktarstál
118 tonn
Spennt járnalögn
18 tonn
Steinsteypa 
700 m3

7. desember 2021Opnun tilboða

Opnun tilboða 7. desember 2021. Nýbygging vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði ásamt gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar.

Verkið felst í lagningu nýs vegar á u.þ.b. 780 m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Vegundirbygging Sunnumerkur; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá hefur að mestu leyti verið lögð út nú þegar.

Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
562.954.423
128,5
101.354.423
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ
461.600.000
105,4
0
Áætlaður verktakakostnaður
438.100.000
100,0
23.500.000

21. desember 2021Samningum lokið

Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ
kt. 5712850459