Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði ásamt gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar.
Verkið felst í lagningu nýs vegar á u.þ.b. 780 m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Vegundirbygging Sunnumerkur; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá hefur að mestu leyti verið lögð út nú þegar.
Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 19. nóvember 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. desember 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Verkhluti 8.01 Vegagerð | |
Fylling úr námum | 9.000 m3 |
Ræsalögn | 50 m |
Styrktarlag | 4.000 m3 |
Burðarlag | 1.600 m3 |
Malbik | 9.400 m2 |
Vegrið, uppsetning | 180 m |
Verkhluti 8.02 Brú á Varmá | |
Brúarvegrið | 108 m |
Gröftur | 1.250 m3 |
Fylling við steypt mannvirki | 1.700 m3 |
Mótafletir | 1.450 m2 |
Steypustyrktarstál | 118 tonn |
Spennt járnalögn | 18 tonn |
Steinsteypa | 700 m3 |
Opnun tilboða 7. desember 2021. Nýbygging vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði ásamt gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar.
Verkið felst í lagningu nýs vegar á u.þ.b. 780 m löngum kafla frá gatnamótum Sunnumerkur og Dalsbrúnar í Hveragerði að gatnamótum Ölfusvegar við Ölfusborgir austan Varmár ásamt byggingu nýrrar brúar yfir Varmá og reiðstígs undir brúna. Vegundirbygging Sunnumerkur; frá Dalsbrún og langleiðina að Varmá hefur að mestu leyti verið lögð út nú þegar.
Verkinu skal að fullu lokið 12. september 2022.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 562.954.423 | 128,5 | 101.354.423 |
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ | 461.600.000 | 105,4 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 438.100.000 | 100,0 | 23.500.000 |