Vegagerðin býður hér með út eftirlit með útboðsverkinu Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, Ölfusvegur um Varmá. Verkið felur í sér eftirlit með nýbyggingu á u.þ.b. 780 m löngum vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði og gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar og reiðstígs undir brúna.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í september 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 29. nóvember 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 14. desember 2021.
Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 21. desember 2021 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Vegagerðin bauð út eftirlit með útboðsverkinu Hringvegur (1) Biskupstungnabraut – Hveragerði, Ölfusvegur um Varmá. Verkið felur í sér eftirlit með nýbyggingu á u.þ.b. 780 m löngum vegkafla á Ölfusvegi og Sunnumörk í Hveragerði og gerð nýrrar brúar á Varmá norðan Suðurlandsvegar og reiðstígs undir brúna.
Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð í september 2022.
Val bjóðanda fór fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Eftir lok tilboðsfrests, þriðjudaginn 14. desember 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í útboðinu. Þriðjudaginn 21. desember 2021 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Verkís hf., Reykjavík | 12.773.970 | 118,3 | 2.333.170 |
Áætlaður verktakakostnaður | 10.800.000 | 100,0 | 359.200 |
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík | 10.440.800 | 96,7 | 0 |