Útboðsnúmer 20-004
Hring­vegur (1) Bisk­upstungna­braut – Hvera­gerði, 2. áfangi, Bisk­upstungna­braut – Gljúfur­holtsá – Eftir­lit (EES útboð)

7. febrúar 2020Útboðsauglýsing

Vegagerðin býður hér með út eftirlit með breikkun Hringvegar milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.

Lengd útboðskaflans er 7,1 km. Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli.

 

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum  6. febrúar 2020  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. mars 2020.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 31. mars 2020 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.


31. mars 2020Opnun tilboða

Eftir lok tilboðsfrests, 24. mars. 2020, var fyrri opnun í eftirlit með breikkun Hringvegar milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis.

Lengd útboðskaflans er 7,1 km. Um er að ræða nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Áætlaður verktakakostnaður
104.160.000
100,0
20.391.681
VSÓ ráðgjöf, ehf., Reykjavík
102.297.520
98,2
18.529.201
Verkís hf., Reykjavík
98.795.925
94,9
15.027.606
Efla hf, Reykjavík
96.308.189
92,5
12.539.870
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
83.768.319
80,4
0

16. apríl 2020Samningum lokið

Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
kt. 5105730729