Vegagerðin óskar eftir tilboðum í fyrsta hluta breikkun Hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg. Heildarlengd kaflans er um 2,5 km. Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi.
Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.
Verkinu skal vera að fullu lokið 15. september 2019.
Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá fimmtudeginum 11. október 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu staði stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. nóvember 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.
Útboð þetta er einnig auglýst á hinu evrópska efnahagssvæði (EES).
Helstu magntölur vegna Hringvegar | |
Umframefni úr skeringum | 63.900 m3 |
Fyllingar | 5.100 m3 |
Stálræsi | 300 m |
Ofanvatnsræsi | 300 m |
Hliðarniðurföll | 19 stk. |
Styrktarlag | 44.000 m3 |
Burðarlag, óbundið | 8.000 m3 |
Sementsbundið burðarlag | 23.000 m2 |
Malbik | 60.500 m2 |
Malbik til afréttingar á hæðum | 4.000 tonn |
Vegrið | 3.100 m |
Götulýsing, skurður, strengur, lagning | 3.000 m |
Götulýsing, uppsetning ljósastaura | 80 stk. |
Yfirborðsmerkingar, línur | 12.750 m |
Helstu magntölur vegna hliðarvega | |
Umframefni úr skeringum | 29.000 m3 |
Fyllingar | 16.900 m3 |
Fláafleygar | 3.600 m3 |
Stálræsi | 250 m |
Styrktarlag | 20.300 m3 |
Burðarlag, óbundið | 6.500 m3 |
Tvöföld klæðing | 28.500 m2 |
Yfirborðsmerkingar, línur | 7.900 m |
Helstu magntölur vegna brúar á Varmá | |
Mótafletir | 350 m2 |
Slakbent járnalögn | 23.200 kg |
Steypa | 140 m3 |
Vatnsvarnarlag undir malbik | 150 m2 |
Helstu magntölur vegna reiðganga við Varm | |
Stálplöturæsi | 43.000 kg |
Ofanvatnsræsi | 310 m |
Bergskeringar | 1.200 m3 |
Gröftur | 2.900 m3 |
Fylling | 800 m3 |
Járnalögn | 2.600 kg |
Steypa | 25 m3 |
Tilboð opnuð 13. nóvember 2018. Fyrsti hluti breikkun Hringvegar ásamt gerð nýrra gatnamóta við Vallaveg og Ölfusborgaveg. Heildarlengd kaflans er um 2,5 km. Til framkvæmdanna telst einnig gerð nýrra hliðarvega sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar Ölfusvegar frá Ölfusborgavegi að Hvammsvegi og hins vegar Ásnesvegi frá Vallavegi að Ásnesi. Inni í verkinu er einnig breikkun brúar yfir Varmá og undirgöng austan Varmár fyrir gangandi og ríðandi.
Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Munck Íslandi, Kópavogur | 1.631.207.814 | 130,5 | 269.996.758 |
Suðurverk hf. og Loftorka Reykjavík ehf. | 1.572.208.000 | 125,8 | 210.996.944 |
Ístak hf., Mosfellsbær | 1.561.371.176 | 124,9 | 200.160.120 |
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík | 1.361.211.056 | 108,9 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 1.250.000.000 | 100,0 | 111.211.056 |