Árnes­hreppur um Veiði­leysu­háls, Kraká-Kjós­ará

  • TegundVegir
  • StaðaUmhverfismat
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • Flokkar
      Vegir
  • Svæði
    • Vestfirðir

Þann 25. október 2022 sendi Vegagerðin umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi til Skipulagsstofnunar í samræmi við 22. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og lið 10.07 í 1. viðauka við lögin. Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu 2. nóvember 2022.

Þann 25. október 2022 sendi Vegagerðin umhverfismatsskýrslu um Strandaveg um Veiðileysuháls í Árneshreppi til Skipulagsstofnunar í samræmi við 22. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og lið 10.07 í 1. viðauka við lögin. Skipulagsstofnun kynnir framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og Fréttablaðinu 2. nóvember 2022.

Umhverfismatsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 2. nóvember 2022 til 14. desember 2022 í húsnæði Verzlunarfjelags Árneshrepps í Norðurfirði í Árneshreppi og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Skipulagsstofnun mun óska eftir að eftirtaldir aðilar veiti umsögn um umhverfismatsskýrsluna: Árneshreppur, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, Landgræðslan, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofa, Orkubú Vestfjarða, Orkustofnun, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.

Frestur almennings og umsagnaraðila til að skila umsögnum er til 14. desember 2022. Framkvæmdaaðili mun fá sendar umsagnir með tölvupósti jafnóðum og þær berast.


Tillaga að matsáætlun

Fyrirhugað er að breyta legu Strandavegar (643) um Veiðileysuháls á kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará í Kjósarvík. Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Árneshreppi í Strandasýslu. Strandavegi er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Bjarnarfirði að Gjögri og er Veiðileysuháls helsti farartálminn á þeirri leið. Með framkvæmdinni er stefnt að því að bæta vegasamgöngur milli byggðarinnar í Árneshreppi og annarra byggðarlaga, einkum að vetrarlagi.

Vegagerðin hefur sent tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmdina til ákvörðunar Skipulagsstofnunar.

Drög að tillögu að matsáætlun voru send umsagnar- og samráðsaðilum og kynnt á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is, frá 13. desember 2019 til 20. janúar 2020.

Tillaga að matsáætlun hefur verið endurskoðuð út frá þeim ábendingum sem bárust.

Umhverfismatsskýrsla