Steina­dals­vegur (690): Vest­fjarðar­vegur – Ólafs­dalur

  • TegundVegir
  • StaðaKynningargögn
  • Markmið
      Öruggar samgöngurGreiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      Viðhald
  • Svæði
    • Vesturland

Verkið felst í endurbyggingu á 7 km kafla á núverandi vegi frá Vestfjarðarvegi að Ólafsdal. Endurbygging núverandi vegar felst í gerð styrktar- og burðarlaga sem og lagningu bundins slitlags. Núverandi vegur er jafnframt breikkaður. Innifalið í verkinu er gerð vegtenginga og allur frágangur.

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur inn í Ólafsdal, auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á svæðinu. Vegurinn verður breiðari en núverandi vegur, með bundnu slitlagi og bættum sjónlengdum.

Ekki er um eiginlega styttingu að ræða heldur fyrst og fremst vegabætur til að auka umferðaröryggi og greiðfærni, og efla menningartengda ferðaþjónustu á svæðinu.

 

Markmið framkvæmdarinnar er að bæta vegasamgöngur inn í Ólafsdal, auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á svæðinu. Vegurinn verður breiðari en núverandi vegur, með bundnu slitlagi og bættum sjónlengdum.

Ekki er um eiginlega styttingu að ræða heldur fyrst og fremst vegabætur til að auka umferðaröryggi og greiðfærni, og efla menningartengda ferðaþjónustu á svæðinu.

 


Útboð

Framkvæmdin um Steinadalsveg var auglýst í útboð þann 1. mars 2023.


Kynningarskýrsla