Fyrirhugað er að Sæbraut verði lækkuð og sett í stokk á ríflega 850 m kafla frá Vesturlandsvegi og norður fyrir Kleppsmýrarveg. Ný gatnamót við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog verða byggð ofan á norðurhluta stokks með römpum að og frá Sæbraut til norðurs og suðurs. Í Sæbrautarstokknum verða 2 akreinar í hvora átt auk blöndunarreina að- og fráreina og neyðarvasa samkvæmt öryggiskröfum. Stoðveggir verða við stokksmunna og rampa.
Framkvæmd Sæbrautar í stokk felst í því að Sæbraut verði lækkuð og sett í stokk á um 1 km kafla frá Vesturlandsvegi og norður fyrir Kleppsmýrarveg. Ný gatnamót við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog verða byggð ofan á norðurhluta stokks með römpum að og frá Sæbraut til norðurs og suðurs.
Í stokknum verða 2 akreinar í hvora átt auk blöndunarreina að- og fráreina og neyðarvasa skv. öryggiskröfum. Stoðveggir verða við stokksmunna og rampa. Framkvæmdin krefst þess að einnig verði breytingar gerðar á gatnamótum Kleppsmýrarvegar og Skútuvogar.
Aðlögun að núverandi Sæbraut verður lokið sunnan við Holtaveg. Aðlaga þarf rampa á mislægum gatnamótum Sæbrautar og Vesturlandsvegar þegar Sæbrautin er lækkuð. Súðavogi verður lokað fyrir bílaumferð.
Aðrar tengingar á yfirborði stokks eru ekki hluti þessarar framkvæmdar heldur verði endanleg útfærsla á yfirborði unnin í tengslum við nýtt deiliskipulag í Vogabyggð. Gengið verður tímabundið frá yfirborði lands ofan á stokk.
Í tengslum við framkvæmdina er gert ráð fyrir að aðlaga rampa við mislæg gatnamót Sæbrautar og Miklubrautar.
Verkefnið bætir jafnframt samgöngur á meginstofnvegi í samræmi við markmið 2.4 í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Sæbrautarstokkur er hluti af verkefnum sem heyra undir Samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Vegagerðin vinnur að undirbúningi í samvinnu við Reykjavíkur. Veitur eru aðili að forhönnun.
Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið.
Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.
Borgarlína, lota 1
Lota 1 þverar Sæbrautarstokk á kaflanum milli Ártúns og Suðurlandsbrautar. Þverunin á sér stað syðst á stokknum, en þar verður einnig staðsett stór biðstöð borgarlínu.
Borgarlína, lota 3
Leiðarval lotu 3 milli Mjóddar og Vogabyggðar og áfram vestur úr Vogabyggð hefur bein áhrif á hönnun stokksins. Til skoðunar eru valkostir þar sem borgarlína kemur inn á biðstöð í Vogabyggð úr jaðarlegu meðfram austurkanti Reykjanesbrautar en einnig þar sem borgarlína kemur upp á stokkinn úr miðju Reykjanesbrautar. Við seinni lausnina þarf að breikka stokksmunna til að pláss sé fyrir ramp fyrir borgarlínu upp á stokkinn. Hefur það einnig áhrif á staðsetning og útfærslu biðstöðvar í Vogabyggð, sem skv. núverandi tillögum er staðsett ofan á stokknum.
Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar
Úfærsla gatnamótanna og staðsetning borgarlínu í sniðinu á Reykjanesbraut hefur bein áhrif á hönnun stokksins.
Líkur eru á að framkvæmdir við ný gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar og framkvæmd Sæbrautarstokks muni skarast í tíma og því mikilvægt að skoða þessar nágrannaframkvæmdir í samhengi.
Sundabraut
Sú útfærsla sem valin verður fyrir Sundabraut, hvort hún verði sett í göng eða verði á brú, sem og útfærsla tenginga inn á Sæbraut hefur áhrif á það umferðarmagn sem verður til framtíðar á Sæbraut og gatnamótum við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog. Þar af leiðandi hefur það bein áhrif á hönnunarforsendur stokkaverkefnisins.
Miklabraut í stokk
Ekki er talið æskilegt að framkvæmdir Sæbrautarstokks og Miklubrautarstokks skarist í tíma, vegna áhrifa á umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu á framkvæmdatíma.