Vest­fjarðar­vegur – Kýrunnar­stað­ir

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2023–2024
  • Markmið
      Greiðar samgöngurJákvæð byggðaþróunÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      8. Góð atvinna og hagvöxtur9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      SamgöngukerfiðVegirEndurbæturÖryggisaðgerðirBundið slitlag
  • Svæði
    • Vesturland

Verkið felst í endurbyggingu á núverandi vegi. Endurbygging núverandi vegar felst í gerð styrktar- og burðarlaga sem og lagningu bundins slitlags. Núverandi vegur er jafnframt breikkaður. Innifalið í verkinu er gerð vegtenginga og allur frágangur. Um er að ræða 8,3 km langan kafla á Klofningsvegi (590), milli Vestfjarðarvegar (60) og Kýrunnarstaða í Hvammssveit í Dalabyggð.

Tengd útboð


Markmið framkvæmdarinnar

Markmið framkvæmdarinnar eru að bæta vegasamgöngur við Hvammsfjörð, auka umferðaröryggi og stuðla að greiðari samgöngum á svæðinu. Núverandi vegur er fremur mjór malarvegur og með slæma hæðarlegu. Nýr, endurbyggður vegur verður breiðari en sá sem fyrir er, með bundnu slitlagi og bættum sjónlengdum. Um eiginlega styttingu er ekki að ræða, heldur fyrst og fremst vegabætur til að auka umferðaröryggi og efla byggð á svæðinu.

Fyrirhuguð framkvæmd á sér nokkurn aðdraganda þar sem Dalabyggð hefur um árabil óskað eftir því að Klofningsvegur verði lagður klæðingu. Einnig hafa íbúar og hagsmunaaðilar á Fellsströnd og Skarðsströnd í Dalabyggð skorað á Vegagerðina að ráðast í úrbætur.

Vegagerðin áætlar að vegurinn verði endurbyggður á árunum 2023-2024 og framkvæmdum við vegkaflann verði lokið haustið 2024. Kostnaðaráætlun er 530 millj. kr og er framkvæmdin fjármögnuð af Tengivegasjóði.

Tengd gögn