Útboðsnúmer 23-047
Klofn­ings­vegur (590), Vest­fjarða­vegur – Kýrunnar­stað­ir

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst maí 2023
    • 2Opnun tilboða júní 2023
    • 3Samningum lokið júlí 2023

26. maí 2023Útboðsauglýsing

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á um 8,5 km kafla á Klofningsvegi í Dalabyggð. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtenginga og frágangs.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2024.

Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 26. maí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júní 2023.

Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Magntölur fyrir verkefnið
Bergskering                                 
20.000 m3
Fyllingar og fláafleygar 
56.700 m3
Ræsalögn  
560 m
Styrktarlag                                   
16.800 m3
Burðarlag       
9.100 m3
Tvöföld klæðing 
55.900 m2
Vegrið                                                  
480 m
Reiðleið við hlið vegar  
6.000 m2
Frágangur fláa  
105.000 m2 

13. júní 2023Opnun tilboða

Opnun tilboða 13. júní 2023. Endurbygging á um 8,5 km kafla á Klofningsvegi í Dalabyggð. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtenginga og frágangs.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2024.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Stórverk ehf., Þorlákshöfn
363.290.000
114,6
28.710.300
Borgarverk ehf., Borgarnesi
348.631.000
109,9
14.051.300
Þróttur ehf., Akranes
336.789.784
106,2
2.210.084
VBF Mjölnir ehf., Selfossi
334.579.700
105,5
0
Áætlaður verktakakostnaður
317.091.406
100,0
17.488.294

18. júlí 2023Samningum lokið

VBF Mjölnir ehf., Selfossi
kt. 6308190240