Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu á um 8,5 km kafla á Klofningsvegi í Dalabyggð. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtenginga og frágangs.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2024.
Útboðsgögn eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með föstudeginum 26. maí 2023 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. júní 2023.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Magntölur fyrir verkefnið | |
Bergskering | 20.000 m3 |
Fyllingar og fláafleygar | 56.700 m3 |
Ræsalögn | 560 m |
Styrktarlag | 16.800 m3 |
Burðarlag | 9.100 m3 |
Tvöföld klæðing | 55.900 m2 |
Vegrið | 480 m |
Reiðleið við hlið vegar | 6.000 m2 |
Frágangur fláa | 105.000 m2 |
Opnun tilboða 13. júní 2023. Endurbygging á um 8,5 km kafla á Klofningsvegi í Dalabyggð. Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt vegtenginga og frágangs.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2024.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik kr. |
---|---|---|---|
Stórverk ehf., Þorlákshöfn | 363.290.000 | 114,6 | 28.710.300 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 348.631.000 | 109,9 | 14.051.300 |
Þróttur ehf., Akranes | 336.789.784 | 106,2 | 2.210.084 |
VBF Mjölnir ehf., Selfossi | 334.579.700 | 105,5 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 317.091.406 | 100,0 | 17.488.294 |