Framkvæmdir sem miða að því að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi með samræmingu og stillingu umferðarljósa, breytingu gatnamóta, gerð gönguþverana, forgangsakreinum fyrir almenningssamgöngur, uppsetningu girðinga, vegriða, veglýsingar o.fl. Dæmi um framkvæmdir eru:
Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað.
Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.