Umferðar­stýr­ing, aukið umferðar­flæði og öryggis­aðgerð­ir

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd hafin
  • Verktími2020–2034
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      ÖryggisaðgerðirSamgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Framkvæmdir sem miða að því að bæta umferðarflæði og umferðaröryggi með samræmingu og stillingu umferðarljósa, breytingu gatnamóta, gerð gönguþverana, forgangsakreinum fyrir almenningssamgöngur, uppsetningu girðinga, vegriða, veglýsingar o.fl. Dæmi um framkvæmdir eru:

 

  • Uppfærsla og snjallvæðing umferðarljósabúnaðar
  • Breytingar á ljósastýringu gatnamóta, t.d. varðar vinstribeygjur
  • Lenging beygjuakreina í gatnamótum
  • Gerð forgangsakreina fyrir strætó
  • Gerð innskota fyrir biðstöðvar strætó
  • Ýmsar öryggisaðgerðir á stofnvegum

Verkefnum sem er lokið

  • Bæjartorg í Hafnarfirði. Endurbætur á hringtorgi og tilfærsla gönguþverunar við Fjarðarbraut.
  • Víkurvegur hjá Vesturlandsvegi. Lagfæring á þverun, endurskoðun á skiltum og lúpína fjarlægð til að bæta sjónlengdir.
  • Arnarnesvegur. Lækkun á leyfilegum hámarkshraða við tvær gönguþveranir.
  • Hringtorg á Vesturlandsvegi við Lambhagaveg. Gróður fjarlægður til að bæta sjónlengdir við göngu- og hjólaþverun.
  • Álftanesvegur við Garðahraunsveg. Uppsetning á blokkljósi og hraðaviðvörunarskilti.
  • Hringtorg á Vesturlandsvegi við Lambhagaveg. Gróður fjarlægður til að bæta sjónlengdir við göngu- og hjólaþverun.

Verkefni í undirbúningi

  • Teinagirðingum skipt út fyrir netagirðingar á öllum stöðum þar sem enn var að finna teinagirðingar, fyrir utan Hringbraut því til stendur að endurskoða alla Hringbraut.
  • Arnarnesvegur við Smárahvammsveg. Lýsing aukin við gönguþverun hjá hringtorgi.

Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað.

Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Tengdar fréttir