Umferð var hleypt á hinn nýja tvöfalda veg í Hafnarfirði frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót þann 24. nóvember 2020. Framkvæmdin fólst í tvöföldun þessa 3,2 km kafla með byggingu nýrrar akbrautar sunnan núverandi vegar.
Framkvæmdin var merkileg fyrir þær sakir að þessi vegkafli var sá fyrsti sem kláraðist af þeim sem tilheyra Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins auk þess sem gert var ráð fyrir legu Borgarlínu undir Reykjanesbrautina við Strandgötu í framtíðinni.
Verkið felst í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Auk þess tilheyrir verkinu gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu og undirganga á þessum stað, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna við Reykjanesbraut. Verkið er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og veitufyrirtæki.
Efnisyfirlit
Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað.
Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.
Verkframvinda 2018: Unnið var við hönnun vegarins.
Verkframvinda 2019: Í febrúar var verkið boðið út og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Unnið var við vegagerð suðurakbrautar vestan við Strandgötu. Byrjað var á að breikka Strandgötubrú og smíði tveggja
göngubrúa hófst í Póllandi.
Verkframvinda 2020: Í byrjun árs var unnið að lækkun norðurakbrautar við Hvaleyrarholt og á sama tíma unnið við gerð nýrrar suðurakbrautar austan Strandgötu. Smíði göngubrúa lauk í Póllandi og þær fluttar til landsins í lok febrúar. Þær voru fluttar á Reykjanesbraut að brúarstæðum sínum og var göngubrúin við Þorlákstún jafnframt hífð á sinn stað. Klárað var að malbika norðurakbraut vestan við rampa að og frá Strandgötu um miðjan júní. Í lok vetrar hafði verktaki klárað breikkun Strandgötubrúar og suðurhelming undirganga við brúna. Malbikun nýrrar suðurakbrautar austan Strandgötu lauk snemma sumars. Umferð var færð alfarið yfir á nýja suðurakbraut og vinna hófst
við að lækka norðurakbraut austan Strandgötu. Fór hásumarið í þá vinnu og að klára norðurhluta undirganga við Strandgötubrú. Vinnu við að lækka og malbika norðurakreinar lauk í lok ágúst og göngubrú við Ásland var hífð á stöpla sína. Í framhaldi af því var unniðí að breikka akreinar og breyta miðdeili á austasta hluta svæðisins og lauk malbikun þar seinni hluta október. Yfir allt verkið vann verktaki við að byggja
upp hljóðmanir, setja upp hljóðveggi og vinna við landmótun Þorlákstúnsins með umframefni í verkinu. Ljósastaurar, skiltaundirstöður og vegrið voru sett upp jafnóðum í verkinu. Nýjar akbrautir voru teknar í notkun þann 24. nóvember.
Verkframvinda 2021: Framvinda 2021 var mest yfirborðsfrágangur á því sem var frestað frá áramótum 2020 fram á sumar 2021. Verki lokið í september 2021.
Verktaki: Ístak hf.
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/reykjanesbraut-41-15-krysuvikurvegur-hvassahraun-1
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/kynningarfundur-um-breikkun-reykjanesbrautar-41-fra-krysuvikurvegi-ad-hvassahrauni
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/tvofold-reykjanesbraut-i-hafnarfirdi
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/tvofoldun-reykjanesbrautar-41-tillaga-ad-matsaaetlun-krysuvikurvegur-hvassahraun
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/opnad-fyrir-umferd-a-tvofaldri-reykjanesbraut
https://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/reykjanesbraut-41-krysuvikurvegur-hvassahraun