Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Umræddur kafli var tvöfaldaður og vegtengingum bætt við. Undirgöng við Krókháls voru lengd og breikkuð. Lokið var við gerð eystri akbrautar Suðurlandsvegar. Ný akbraut í norður og suðurenda var tengd við vegakerfið. Brunnar voru hækkaðir og ný niðurföll tengd við lagnir sem fyrir voru. Settir voru upp ljósastaurar og vegrið.
Efnisyfirlit
Tilboð opnuð í verkið 21. apríl 2020 og verklok voru í desember 2020.
Verkefninu var flýtt með sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda 2020.
Verkefnið heyrir undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.