Bæjar­háls – Vestur­lands­vegur

  • TegundSamgöngusáttmálinn
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2020–2020
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      9. Nýsköpun og uppbygging11. Sjálfbærar borgir og samfélög
  • Flokkar
      Aðskilnaður akstursstefnuFjárfestingarátakSamgöngusáttmálinn
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Vesturlandsvegi að Bæjarhálsi. Umræddur kafli var tvöfaldaður og vegtengingum bætt við. Undirgöng við Krókháls voru lengd og breikkuð. Lokið var við gerð eystri akbrautar Suðurlandsvegar. Ný akbraut í norður og suðurenda var tengd við vegakerfið. Brunnar voru hækkaðir og ný niðurföll tengd við lagnir sem fyrir voru. Settir voru upp ljósastaurar og vegrið.

 

Tilboð opnuð í verkið 21. apríl 2020 og verklok voru í desember 2020.

Verkefninu var flýtt með sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda 2020.

Verkefnið heyrir undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta.


Tengd útboð


Yfirlitskort