Arnórs­stað­ir – Langa­gerði

  • TegundVegir
  • StaðaFramkvæmd lokið
  • Verktími2022–2023
  • Markmið
      Öruggar samgöngurGreiðar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Endurbygging Jökuldalsvegar (923) á um 4,6 km kafla frá Arnórsstöðum að Langagerði. Um er að ræða endurbyggingu núverandi vegar á öllum vegkaflanum. Gerðar eru lagfæringar á plan og hæðarlegu vegarins á köflum.

Tengd útboð

Framkvæmd var á Jökuldalsvegi (923), frá Hnappá innan við Arnórsstaði 1 og að Langagerði, frá stöð 4100 og að stöð 8700 (Teikning B102). Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Múlaþingi. Um er að ræða lagfæringu á núverandi vegi og lagningu bundins slitlags á um 4,6 km löngum kafla.

Framkvæmdin sem hér er kynnt er 2. áfanginn í því verkefni að leggja bundið slitlag á Jökuldalsveg frá Gilsá að Hákonarstöðum. 1. áfangi verksins er vegkaflinn frá Gilsá og að Hnappá, um land Arnórsstaða 1 sem unnin var á árunum 2021 -2022.

Veglínan fylgir núverandi vegi með minniháttar lagfæringum á planlegu og hæðarlegu. Áætlað var að framkvæmdir hefjist seinnipart árs 2023 og þeim verði að fullu lokið fyrripart sumars 2025.

Framkvæmin er í samræmi við markmið samgönguáætlunar um að auka umferðaröryggi með því m.a. bæta legu vegar og leggja á hann bundið slitlag.

Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi fremur lítil umhverfisáhrif nema hvað varðar bætt umferðaröryggi vegfarenda

Kynningarskýrsla