PDF · maí 2019
Vöru­flutn­ingar – vöru­afhend­ing, tillaga að leið­bein­ingum

Tilgangur verkefnisins er að útbúa tillögu að leiðbeiningum fyrir vöruflutninga með áherslu á vöruaðkomu. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar embættismönnum, skipuleggjendum og hönnuðum
hjá ríki og sveitarfélögum, ásamt ráðgjöfum og hönnuðum.

Í leiðbeiningunum verður fjallað um helstu þætti er varða vöruflutninga og reynslu tengda þeim, s.s. hvernig fara vöruflutningar fram, frá lagerhúsnæði/birgja að vöruaðkomu í verslun og þaðan
inn í verslun/skrifstofu/atvinnuhúsnæði, og helstu áskoranir sem starfsfólk flutningafyrirtækja upplifir. Skoðað verður á hvaða stigum í skipulagsferli þurfi að huga að vöruafhendingu, hvað
þurfi að hafa í huga og hverjir séu helstu hagsmunaaðilar hverju sinni. Fjallað verður um æskileg viðmið fyrir hönnun gatna og vöruafhendingarsvæða s.s. breidd, lengd og radíusa. Varpað verður ljósi á hvað beri sérstaklega að forðast við hönnun þessara svæða og mikilvægi þess að þau séu sérstaklega vel útfærð þegar þau eru á svæðum þar sem óvarðir vegfarendur eru. Jafnframt verða tekin saman viðmið sem samanburðarlönd hafa sett fyrir takmörkun á vöruflutninga á ákveðnum svæðum, eftir tíma dags og stærð bifreiða. Hægt er að nýta leiðbeiningarnar til að meta hvort núverandi aðstaða við vöruafhendingu þarfnist endurbóta en einnig við skipulag og hönnun nýrra vöruafhendingarsvæða.

Vöruflutningar - vöruafhending
Höfundur

VSÓ Ráðgjöf, r unnið af Jakobi Jóhanni Sveinssyni og Svanhildi Jónsdóttur hjá VSÓ Ráðgjöf

Skrá

voruflutningar-voruafhending-tillaga-ad-leidbeiningum.pdf

Sækja skrá