Gildi Vegagerðarinnar eru: Öryggi, framsýni, þjónusta, fagmennska

Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

Við stefnum að því að starfsemi Vegagerðarinnar sé slysalaus og saman leggjum við okkur fram um að koma í veg fyrir slys, dauðsföll og veikindi. Við höfum öryggi starfsfólks og verktaka í fyrirrúmi og er ekkert verk svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

  • Vegagerðin setur sér mælanleg markmið og vinnur stöðugt að umbótum á sviði öryggis- og vinnuverndarmála.
  • Vegagerðin eflir öryggisvitund starfsfólks og verktaka með reglulegri upplýsingagjöf, þjálfun og fræðslu.
  • Við berum öll ábyrgð á eigin öryggi, skiljum þær öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfisáhættur sem fylgja starfsemi okkar og ábyrgð stjórnenda er skýr.
  • Vegagerðin leggur áherslu á virkan þátt starfsmanna í öryggismálum og styður við öryggismiðaða menningu.
  • Við stefnum á að vera fremst meðal jafningja og taka okkur leiðandi stöðu í öryggis- og vinnuverndarmálum.

 

Útgáfudagur á vef 7.10.2021