Umferðar­tölur

Skipulagðar umferðartalningar hafa farið fram hjá Vegagerðinni frá miðjum sjöunda áratug 20. aldar. Árlega eru gefnar út upplýsingar um umferð og akstur á þjóðvegum. Upplýsingar um umferð eru m.a. nauðsynlegar fyrir hönnun vega og brúa, mat á umhverfisáhrifum, arðsemireikninga, skiptingu fjárveitinga til þjónustu og viðhalds og forgangsröðun verkefna.