PDF · mars 2021
Vökt­un þung­málma í andrúms­lofti með mæling­um á mosa á Íslandi og þátttaka í rann­sóknar­samstarfi Evrópu

Verkefnið er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem kannar áhrif loftmengunar á gróður (ICP vegetation, http://icpvegetation.ceh.ac.uk). Innan þess eru ýmis verkefni og eitt þeirra er samevrópskt langtímaverkefni þar sem notuð er lífvöktun (biomonitoring) til að fylgjast með þungmálmamengun. Mældur er styrkur þungmálma í mosa á fimm ára fresti, víðs vegar um álfuna, en mosinn safnar upp efnum úr úrkomu. Ísland hefur tekið þátt í verkefninu frá árinu 1990 og mælir magn þungmálma auk brennisteins (S). Söfnunarstaðir eru dreifðir víðs vegar um landið en einnig er þéttari sýnataka í námunda við helstu iðjuver. Hér á landi hefur styrkur arsens (As), bórs (B), kadmíns (Cd), króms (Cr), kopars (Cu), járns (Fe), kvikasilfurs (Hg), nikkels (Ni), blýs (Pb), antímons (Sb), vanadíns (V), sinks (Zn) og brennisteins (S) verið mældur. Niðurstöður mælinga hérlendis eru sendar út í gagnaúrvinnslu og unnar eru sameiginlegar skýrslur fyrir Evrópu. Skýrsla fyrir síðustu mælingar (2015/2016) kom út á síðasta ári (Frontasyeva o.fl. 2020). Einnig hafa verið teknar saman og birtar niðurstöður mælinga fyrir Ísland sérstaklega (Sigurður H. Magnússon 2018).

Vöktun þungmálma í andrúmslofti með mælingum á mosa á Íslandi og þátttaka í rannsóknarsamstarfi Evrópu
Höfundur

Járngerður Grétarsdóttir - Náttúrufræðistofnun Íslands

Skrá

nr_1800_791_-voktun-thungmalma-i-andrumslofti-med-maelingum-a-mosa-a-islandi-og-thatttaka-i-rannsoknarsamstarfi-i-evropu.pdf

Sækja skrá