PDF · desember 2016
Vist­vænar lausn­ir við frág­ang á vegsvæð­um – skýrsla 2014-2016

Í umhverfisstefnu Vegagerðarinnar kemur meðal annars fram áhersla á að takmarka röskun lands og að frágangur falli vel að landslagi. Endurheimt staðargróðurs á svæðum sem verða fyrir raski við vegaframkvæmdir getur verið mikilvægur þáttur í því að fella umferðarmannvirkin betur að umhverfi sínu og draga úr umhverfisáhrifum þeirra.

Á undanförnum árum hafa orðið talsverðar framfarir í aðferðafræði við endurheimt staðargróðurs, bæði hér á landi og erlendis. Notkun slíkra aðferða við frágang á vegsvæðum og námum er þó enn ekki almenn, þrátt fyrir að hafa heldur færst í vöxt á síðustu árum. Til að bæta þar úr og auka öryggi
við endurheimtina var ráðist í verkefnið Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum, árið 2014.

Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum
Höfundur

Ása L. Aradóttir - Landbúnaðarháskóla Íslands og Matthildur B. Stefánsdóttir - Vegagerðinni

Skrá

vistvaenar-lausnir-vid-fraganga-a-vegsvaedum.pdf

Sækja skrá