PDF · Útgáfa 2970-168 — maí 2013
Vist­ferils­grein­ing fyrir veg

Tilgangur þessa verkefnis er að meta umhverfisáhrif yfir allan vistferil 1 km af dæmigerðum veg á Íslandi og draga fram hvar í vistferli vegarins megi rekja helstu umhverfisáhrifin. Matið er framkvæmt með aðferðafræði vistferilsgreiningar í samræmi við alþjóðlegu staðlana ISO 14040 og 14044.
Aðgerðareining vistferilsgreiningarinnar er 1 km vegkafli með tveimur akbrautum og bundið slitlag (klæðingu). Hámarksumferðarhraði er 90 km/klst. og ÁDU er 900 bílar. Kerfismörk greiningarinnar fela í sér byggingu, rekstur, viðhald og förgun vegarins og er líftíminn skilgreindur sem 50 ár.
Niðurstöður vistferilsgreiningarinnar sýna að notkun jarðefnaeldsneytis og sprengiefna við byggingu vegar, vetrarþjónusta og endurnýjun klæðingar fyrir dæmigerðan veg í íslenska þjóðvegakerfinu valda stærstum hluta umhverfisáhrifa á líftíma vegarins. Kolefnisspor fyrir dæmigerðan 1 km
vegkafla í íslenska þjóðvegakerfinu er 707 tonn CO2 ígildi/km. Þar af er það bygging vegarins sem veldur 47% af heildarkolefnissporinu, rekstur og viðhald hans 55% en förgun -2%.

Vistferilsgreining fyrir veg
Höfundur

Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, Friðrik K. Gunnarsson og Helga J. Bjarnadóttir - EFLA Matthildur Stefánsdóttir og Rögnvaldur Gunnarsson - Vegagerðin

Skrá

vistferilsgreining-fyrir-veg.pdf

Sækja skrá