PDF · október 2019
Vegvist-Vist­vænar lausn­ir við frág­ang á vegsvæð­um

Eitt meginmarkmið þessa verkefnis er að draga saman þekkingu um mismunandi aðferðir við endurheimt staðargróðurs sem nýtist við gerð leiðbeininga, viðmiða og fræðslu um val á aðferðum og innleiðingu endurheimtar. Jafnframt að bæta eins og kostur er úr þekkingargloppum, meðal annars með því að meta árangur valinna vegagerðarverkefna, þar sem mismunandi aðferðfræði hefur verið beitt. Þá hefur verkefnið einnig snúið að prófun aðferða við úttektir á endurheimt staðargróðurs.

Í verkefninu voru gerðar mælingar á gróðurfari og ásýnd vegfláa og aðliggjandi grenndargróðurs á nokkrum svæðum þar sem mismunandi endurheimtaraðferðum var beitt. Við Dettifossveg og hluta af Lyngdalsheiðarvegi var svarðlag tekið af vegstæðinu, haugsett og dreift aftur í vegfláann, en á öðrum hluta Lyngdalsheiðar var hefðbundin uppgræðsla með grassáningu og áburðargjöf. Á framkvæmdasvæði ON á Hellisheiði og við endurbætur á Þingvallavegi voru heilar gróðurtorfur teknar af vegstæðinu og lagðar út aftur í vegfláann. Einnig hefur verið fylgst með innleiðingarferli við endurheimt staðargróðurs í tengslum við endurbætur á Þingvallavegi 2018-2019, enda markar sú framkvæmd viss tímamót við notkun nýrra aðferða við endurheimt staðargróðurs.

Vegvist-Vistvænar lausnir við frágang á vegsvæðum
Höfundur

Ása L. Aradóttir og Steinunn Garðarsdóttir - Landbúnaðarháskóli Íslands

Skrá

vistvaenar-lausnir-vid-fragang-a-vegsvaedum.pdf

Sækja skrá