PDF · Útgáfa 2970-202-SKY-001-V01 — janúar 2018
Umhverf­isáhrif vegsölt­unar, forat­hugun

Vegsalt (NaCl) hefur verið notað mjög víða í gegnum tíðina til hálkuvarna. Hér á landi er notkunin hvað mest á þéttbýlissvæðum og á megin leiðum
á milli þéttbýliskjarna á SV-horninu. Notkun vegsalts á Íslandi hefur aukist töluvert á síðustu árum eða úr 2.800 tonnum veturinn 1998-99 í um
27.000 tonn veturinn 2011-2012. Víða erlendis hefur orðið vart neikvæðra umhverfisáhrifa af vegsöltun og hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á að vegsalt getur haft töluverð neikvæð áhrif á grunn- og yfirborðsvatn, jarðveg og gróður. Hér á landi hefur ekki orðið vart mikilla eða víðtækra umhverfisáhrifa af vegsöltun og svo virðist að umhverfisáhrif á grunnvatn vegna vegsöltunar hér á landi séu almennt hverfandi. Heildarnotkun vegsalts hér á landi er líklega aðeins brot af því sem berst frá hafinu inn á landið. Lítil umhverfisáhrif hér á landi miðað við hvað hefur sést víða erlendis skýrist af því að Ísland er frekar strjálbýlt með gisið veganet og mikla úrkomu. Þrátt fyrir að lítil umhverfisáhrif á grunnvatn hafi greinst hér á landi er full ástæða til að vera á varðbergi og gæta varúðar við notkun á vegsalti þar sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að vegsalt getur haft töluverð neikvæð umhverfisáhrif. Ljóst er að saltnotkun getur verið töluverð á einstaka vegi og þar má búast við staðbundnum umhverfisáhrifum í nánasta umhverfi vegarsins.

Umhverfisáhrif vegsöltunar, forathugun
Höfundur

Páll Höskuldsson - Efla

Skrá

umhverfisahrif-vegsoltunar-forathugun.pdf

Sækja skrá