PDF · Útgáfa 19244 — október 2019
Tillaga að verklags­regl­um við vega­gerð á vatns­verndar­svæð­um

Verklag og mengunarvarnir við vegaframkvæmdir skipta miklu máli til að draga úr líkum á óhappi sem getur leitt til mengunar á grunnvatni og vatnsbólum landsmanna. Helsta mengunarhættan við vegaframkvæmdir er að olía, olíuefni eða önnur hættuleg efni berist ofan í grunnvatn og í vatnsból. Áhættuþættir tengjast helst olíulekum frá bílum og vinnuvélum, lekum við áfyllingu á tæki eða ef bíll eða vinnuvél veltur á svæðinu. Ávallt þarf að huga að mengunarvörnum við nýframkvæmdir og viðhald vega innan vatnsverndarsvæða til að draga úr líkum á olíumengun. Á Íslandi eru víða lagðir vegir í gegnum vatnsverndarsvæði. Sem dæmi eru Suðurlandsvegur, Þingvallavegur um Mosfellsdal og Bláfjallavegur á skilgreindu vatnsverndarsvæði.

Í verkefninu er farið yfir helstu lagalegu kröfur sem lúta að framkvæmdum á vatnsverndarsvæðum, helstu áhættuþætti sem geta komið upp við vegaframkvæmdir og
hvernig eftirlit með framkvæmdum er almennt háttað. Vegir á vatnsverndarsvæðum yfir allt landið voru kortlagðir og gerð grein fyrir umfangi þeirra. Í heildina eru þetta um 1750 km. Að lokum eru settar fram tillögur að verklagsreglum við vegagerð um mengunarvarnir vegna vinnu á vatnsverndarsvæðum. Með kröfunum fylgja sniðmát fyrir áhættumat, viðbragðsáætlanir og eftirlit vegna umhverfimála sem hægt er að styðjast við í undirbúningi framkvæmda.

Tillaga að verklagsreglum við vegagerð á vatnsverndarsvæðum
Höfundur

VSÓ ráðgjöf

Skrá

tillaga-ad-verklagsreglum-vid-vegagerd-a-vatnsverndarsvaedi.pdf

Sækja skrá