PDF · apríl 2020
Þróun vatns­geyma undir sigkötl­um Mýrdals­jökuls séð með íssjá

Katlarnir á Mýrdalsjökli hafa verið reglubundið vaktaðir frá 1999 eftir að stórt hlaup kom í Jökulsá á Sólheimasandi sem ógnaði brúnni yfir ána og olli spjöllum á öðrum mannvirkjum á sandinum. Vöktunin var fyrst eingöngu byggð á endurteknum hæðarsniðmælingum, oftast úr flugvél (sjá http://www.jardvis.hi.is/myrdalsjokull_eftirlit_med_sigkotlum). Eftir að annað hlaup tók af brúna yfir Múlakvísl í júlí 2011 var með stuðningi Rannsóknarsjóðs Vegagerðarinnar farið að gera íssjármælingar á snjósleðum samtímis hæðarsniðmælingum. Frá 2012 hafa íssjársnið yfir helstu katlana innan Kötluöskjunnar verið mæld 1-2 á ári (Eyjólfur
Magnússon o.fl., 2017). Einnig hafa sumir katlarnir verið rannsakaðir með því að mæla endurtekið mjög þéttriðið safn íssjársniða (20 m milli samsíða íssjársniða) til að fá sem skýrasta mynd að breytingum við jökulbotn.

Þróun vatnsgeyma undir sigkötlum Mýrdalsjökuls séð með íssjá
Höfundur

Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson og Joaquín M. C. Belart - Jarðvísindastofnun, Bergur Einarsson og Benedikt G. Ófeigsson - Veðurstofu Íslands

Skrá

1800-403-greinargerd_throun_vatnsgeyma_undir_sigkotlum_myrdalsjokuls_sed_med-issja.pdf

Sækja skrá