PDF · september 2023
Strand­línu­breyt­ingar á Suðaustur­landi frá 1903 til 2021

Suðausturströnd landsins einkennist af sandfjörum sem mótast af jökulám og öðru vatnafari, öldu og sandfoki. Breytingar á ströndinni eru annars vegar hægfara, til dæmis vegna stöðugs framburðar jökulánna, og hins vegar hraðar vegna atburða á borð við jökulhlaup. Breytingar geta einnig orðið vegna
tilfærslu vatnsfalla, og jafnvel einstaka stórviðra. Líklegt er að meiri breytingar verði á næstu áratugum, að hluta til vegna loftslagsbreytinga og áhrifa þeirra á vatnafar og jökla á Suðausturlandi. Því er mikilvægt að átta sig á því orsakasamhengi í náttúrufari, sem annars vegar veldur breytingum, og hins vegar býr til jafnvægi eða stöðugleika í stöðu strandlínu landsins

Strandlínubreytingar á Suðausturlandi frá 1903 til 2021
Höfundur

Ingibjörg Jónsdóttir Háskóla Íslands og Sigurður Sigurðarson Vegagerðinni

Skrá

nr_1800_927_strandlinubreytingar-a-sudausturlandi-fra-1903-til-2021.pdf

Sækja skrá