PDF · Útgáfa 7009326-000-CRP-0002 — maí 2020
Sjálf­bærni­mat íslenskra vega­fram­kvæmda – loka­skýrsla

Vegakerfi landsins er stór hluti hins manngerða umhverfis á Íslandi og það er á ábyrgð Vegagerðarinnar að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi. Í þeim tilgangi þarf að skoða hvernig hægt er að hámarka líftíma mannvirkja um leið og neikvæðum umhverfisáhrifum er haldið í lágmarki og að framkvæmt sé með hag samfélagsins að leiðarljósi. Núverandi mat á framkvæmdum byggir á mati á umhverfisáhrifum þar sem takmarkað er litið til samfélagsáhrifa eða heildar ábata verka.

Til að tryggja sjálfbærni mannvirkjagerðarinnar þarf að huga að öllum þrem stoðum sjálfbærrar þróunar, þ.e. umhverfi, efnahag og samfélagi. Til er fjöldi alþjóðlegra matskerfa sem hafa það að markmiði að auka sjálfbærni innviða en engin framkvæmd hérlendis hefur farið í gegnum samanburð við slíkt matskerfi eða vottun. Til að skoða mögulegt kerfi til að leggja mat á sjálfbærni íslenskra innviða er hér gerð tilviksrannsókn á breikkun Suðurlandsvegar þar sem hönnun og framkvæmd er borin saman við innviðamatskerfi BREEAM. Skoðuð eru fyrirliggjandi gögn og áætluð bæði raun frammistaða verkefnisins og möguleg frammistaða miðað við litla fyrirhöfn eða breytingar
á verklagi.

Sjálfbærnimat íslenskra vegaframkvæmda
Höfundur

Sandra Rán Ásgrímsdóttir - Mannvit

Skrá

1800-690-sjalfbaernimat-islenskra-vegaframkvaemda-lokaskyrsla.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Lokaskýrsla