PDF · Útgáfa 2970-170 — september 2013
Samsetn­ing svifryks í Reykja­vík

Tilgangur þessa verkefnisins er að greina samsetningu svifryks í Reykjavík og kanna hvort markverðar breytingar hafi orðið á samsetningu svifryksins á þeim áratug sem liðinn er frá síðustu rannsókn. Svifrykssýni voru tekin yfir þriggja mánaða tímabil, frá byrjun febrúar til lok apríl 2013 með sérstökum svifrykssafnara. Sýnin voru efnagreind m.t.t. ákveðinna frumefna en auk þess er mælt endurvarp ljóss af sýnunum á sýnilegu og nærinnrauðu bylgjusviði. Útbúin voru upprunasýni frá helstu uppsprettum sem eru taldar valda mestri svifryksmengun. Upprunasýnin eru meðhöndluð á sama máta og svifrykssýnin þ.e. þeim er safnað á samskonar síur og eru þau síðan greind á sama hátt og svifrykssýnin. Niðurstöður efnagreininganna og ljósgleypnimælinganna eru svo sett í sérstakt reiknimódel þar sem magn einstakra upprunaefna er reiknað út þar sem beitt er tölfræðilegri fjölbreytugreiningu.

Samsetning svifryks í Reykjavík 2013
Höfundur

Páll Höskuldsson - Efla

Ábyrgðarmaður

Þórir Ingason

Skrá

samsetning-svifryks-i-reykjavik.pdf

Sækja skrá