PDF · Útgáfa NMÍ 21-02 — mars 2021
Samsetn­ing og uppruni svifryks í Hval­fjarðar­göng­um – Þriðji áfangi

Miðað við greiningar sem gerðar voru í þessari rannsókn á uppruna ryks sem safnað var úr Hvalfjarðargöngum á tímabilinu 17.01.17 til 13.06.18 og svo frá ágúst 2020, má rekja uppruna ryksins að mestu til fylliefna í malbiki. Einnig eru til staðar í nokkuð miklu magni samsett kolefnisrík korn. Samsettu kornin eru mynduð úr myndlausu kolefniríku efni og fínum svifrykskornum. Svifrykið er bundin í kolefnismassanum. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna fram á að kolefnið komi frá dekkjasliti og að a.m.k. einhverju leyti frá útblæstri bifreiða. Ekki var hægt að sýna fram á tengsl kolefniskornanna við slit á bindiefni malbiks. Eðlilegt er að álíta að bikið, þ.e. bindiefni malbiksins, slitni í réttu hlutfalli við hluta þess í malbiki á móti hluta fylliefna.

Kornastærðargreiningar á rykinu benda til þess að hluti eiginlegs svifryks (< 2,5 µm) liggi á bilinu 4,3 til 5,6 % og allt svifryk (< 10 µm) liggi á bilinu 15 til 22 %. Kolefnið í rykinu bindur að því er virðist tiltölulega mikið af fínu ryki og myndar tiltölulega stór samsett korn, sem sökum stærða sinnar eru ólíklegt til að berast langt frá upprunastað. Þannig má e.t.v. segja að kolefnið dragi úr myndun fíns svifryks.

Samsetning og uppruni svifryks í Hvalfjarðargöngum - Þriðji áfangi
Höfundur

Gísli Guðmundsson - NMSÍ

Skrá

nr_1800_741_samsetning-og-uppruni-svifryks-i-hvalfjardargongum-afangaskyrsla3.pdf

Sækja skrá