PDF · júlí 2015
Niður­stöður íssjár­mælinga í kötl­um Mýrdals­jökuls í maí 2014 og júní 2015

Jarðvísindastofnun Háskólans hefur gert tilraunir með notkun íssjár við eftirlit með vatnssöfnun undir sigkötlum í Mýrdalsjökli frá árinu 2012. Snögg hlaup úr kötlum Mýrdalsjökuls geta valdið skemmdum á umferðarmannvirkjum á Mýrdalssandi og ógnað öryggi vegfarenda. Því er markmið þessa eftirlits að sjá fyrirfram mögulega vatnssöfnunarstaði sem gætu orsakað slík hlaup og er hugsað sem viðbót við það eftirlit sem stundað hefur verið
með mælingum úr flugvél síðan 1999. Hér verður gerð grein fyrir ástandi sigkatla á Mýrdalsjökli og þeim breytingum sem orðið hafa undir þeim frá því í febrúar 2014 en þá gáfu íssjármælingar til kynna að undir engum katli væri nægjanlegt vatn til að valda umtalsverðu hlaupi. Síðan þá hafa flestir katlanna verðið mældir tvisvar með íssjá, 20.-21. maí 2014 og 13. júní 2015. Þessar mælingar sýna breytingar undir nokkrum kötlum sem túlka mætti sem minniháttar breytingar á vatnsmagni undir þeim þó oft sé túlkunin ekki einhlít. Í júní síðastliðnum er mjög ólíklegt að undir einhverjum katlanna hafi verið verulegt vatnmagn sem skapað gæti hættuleg hlaup. Markverðasta niðurstaða mælinganna sem hér er greint frá er að yfirborð ketils K-16, sem mest af hlaupvatninu hljóp undan í júlí 2011, hefur grynnkað verulega síðastliðinn vetur. Íssjármælingarnar sýna hins vegar að óverulegt vatn hefur safnast þar undir. Ísflæði og skafrenningur hafa því líklega flatt ketilinn út samfara því að dregið hefur úr jarðhita undir katlinum.

Niðurstöður íssjármælinga í kötlum Mýrdalsjökuls í maí 2014 og júní 2015
Höfundur

Eyjólfur Magnússon, Magnús Tumi Guðmundsson, Finnur Pálsson og Þórdís Högnadóttir - Jarðvísindastofnun HÍ

Skrá

nidurstodur-issjarmaelinga-i-kotlum-myrdalsjokuls.pdf

Sækja skrá