PDF · Útgáfa 19262 — apríl 2020
Mat á umhverf­isáhrif­um og kærumál fram­kvæmda­leyfa

Markmiðið er að kanna hvernig matsvinna hafi tekið breytingum á síðastliðnum árum, sem hægt er að rekja beint til kærumála. Við afmörkun á umfangi verkefnis er ákveðið að skoða tímabilið sitt hvorum megin við 2012 þegar reglugerð um framkvæmdaleyfi (nr. 772/2012) tók gildi. Með þeirri reglugerð var skilgreint á ítarlegri hátt en áður samtenging framkvæmdaleyfis og mats á umhverfisáhrifum.

Skoðaðar eru og bornar saman í heild tólf matsskyldar framkvæmdir þar sem mat á umhverfisáhrifum fór fram annars vegar fyrir gildistöku reglugerðarinnar og hins vegar eftir gildistöku hennar. Helstu þættir sem eru skoðaðir er valkostagreining, rannsóknavinna, tímaferill og samráð. Að auki eru viðtöl tekin við aðila sem hafa komið að matinu á einn eða annan hátt, það er framkvæmdaraðila, fagstofnanir og leyfisveitendur. Til frekari afmörkunar er áhersla lögð á að skoða stórar innviðaframkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanir og raflínur.

Mat á umhverfisáhrifum og kærumál framkvæmdaleyfa
Höfundur

VSÓ ráðgjöf

Skrá

1800-724-19262_greinagerd_200424.pdf

Sækja skrá