PDF · maí 2020
Losun gróður­húsaloft­tegunda úr votlendi – Yfir­lit umræðu og rann­sókna

Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá framræstu votlendi og endurheimt votlendis sem aðgerð í loftslagsmálum hefur mikið verið í umræðunni undanfarin misseri. Dregið hefur í fylkingar þar sem helst er deilt um aðferðir við útreikninga á magni losunar GHL frá framræstu votlendi, skorti á innlendum rannsóknum hvað varðar losun og umfang votlendis og þar af leiðandi óvissu um ávinning af endurheimt votlendis.

Tilgangur þessa verkefnis er að taka saman yfirlit yfir fyrirliggjandi rannsóknir og setja niðurstöður fram á skýran máta. Með því fæst yfirsýn yfir rannsóknir sem eru til staðar og ljósi er varpað á hver munur á niðurstöðum þeirra er. Í upphafi var gert ráð fyrir að gera grein fyrir forsendum rannsókna en þegar á hólminn var komið varð ljóst að umfang verkefnisins leyfði ekki ítarlega greiningu á forsendum og því líklegt að mörgum spurningum sé ósvarað, enda viðfangsefnið flókið.

Losun gróðurhúsalofttegunda úr votlendi - Yfirlit umræðu og rannsókna
Höfundur

VSÓ ráðgjöf

Skrá

18586_200512_sk_votlendi-og-losun-ghl.pdf

Sækja skrá