PDF · Útgáfa 2970-364-SKY-001-V01 — júní 2021
Lofts­lags­ávinn­ingur af endur­nýtingu steypu í stíga­gerð

Markmið verkefnisins er að meta mögulegan ávinning af endurnýtingu steypuúrgangs sem fyllingarefni í vegbyggingu, í stað þess að sækja nýtt efni úr námu. Til þess eru gerðir einfaldaðir útreikningar á kolefnisspori dæmigerðs hjólastígs á höfuðborgarsvæðinu, eftir því hvaða fyllingarefni eru notuð í styrktarlag stígsins. Stuðst er við aðferðafræði vistferilsgreiningar.

Niðurstaða útreikninganna er að losun gróðurhúsalofttegunda er minnst þegar akstur með steypu og efni frá niðurrifsstað og úr námu er minnstur. Sé stígurinn því byggðurskammt frá niðurrifsstað byggingar verða jákvæð umhverfisáhrif af endurnýtingu steypunnar, en sé stígurinn lengra frá, minnka jákvæðu áhrifin, hverfa jafnvel eða verða neikvæð. Niðurstöður benda til þess að komast megi hjá losun um 8 kg CO2-ígilda á hvern rúmmetra styrktarlags, ef notaður er steypuúrgangur innan
höfuðborgarsvæðis í stað þess að sækja efni í námu utan höfuðborgarsvæðisins. Það samsvarar losun upp á 27 kg CO2-ígilda á hvern lengdarmetra hjólastígs.
Mikilvægt er að átta sig á að þær förgunarleiðir steypu sem nú þegar eru í boði teljast einnig til endurnýtingar, rétt eins og ef steypan er notuð í stíg. Það getur því verið að jákvæðu umhverfisáhrifin séu meiri eftir öðrum förgunarleiðum. Það veltur að mestu á því hversu langar vegalengdir þarf að aka með steypuna og/eða jarðefni úr námu.

Loftslagsávinningur af endurnýtingu steypu í stígagerð
Höfundur

Björgvin Brynjarsson og Þorbjörg Anna Sigurbjörnsdóttir - Efla

Skrá

nr_1800_768_loftslagsavinningur-af-endurnytingu-steypu-i-stigagerd.pdf

Sækja skrá