PDF · Útgáfa Nr 1800-967 — 2. apríl 2024
Land­mótun og innri bygg­ing jökul­rænna land­forma á Norð­austur­landi – Ummerki eftir forna ísstrauma

Þessi rannsókn fjallar um ummerki og hegðun fornra ísstrauma á Norðausturlandi. Tilgátur hafa áður verið settar fram um ísstrauma í hinum íslenska meginjökli á síðasta jökulskeiði en takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á landmótun þeirra. Markmið verkefnisins var því að auka skilning á landmótun, útbreiðslu og virkni fornra ísstrauma og þróun þeirra á síðasta jökulskeiði með því að kortleggja og rannsaka jökulræn landform og setlög. Verkefnið hefur hagnýt gildi í formi ítarlegrar kortlagningar á landformum og setlögum ásamt aukinni þekkingu á jarðfræði og jarðgrunni svæðisins sem geta nýst sem uppspretta efnis í vegagerð og til skipulagsvinnu. Enn fremur geta niðurstöður verkefnisins nýst sem fræðsluefni til almennings um náttúrufar svæðisins og útbreiðslu meginjökulsins á Íslandi og stuðlað þar af leiðandi að aukinni umhverfisvitund og náttúruvernd.

Skjámynd 23
Höfundur

Nína Aradóttir

Skrá

nr_1800_967_landmotun-og-innri-jokulraenna-landforma-a-nordausturlandi-ummerki-eftir-forna-isstrauma.pdf

Sækja skrá