PDF · Útgáfa RH-01-2019 — apríl 2019
Könn­un á legu vatna­skila við jökul­botn milli Skaft­ár og Hverf­isfljóts á Tungna­árjökli sunn­an Skaft­árkatla

Markmið verkefnisins er að endurmeta legu og kanna stöðugleika vatnaskila Skaftár og Hverfisfljóts ofarlega á Tungnaárjökli sunnan Skaftárkatla. Samkvæmt eldra mati á vatnaskilunum eru þau óglögg á þarna. Í Skaftárhlaupum, einkum frá eystri Skaftárkatli, fer vatn um þetta svæði. Breytt lögun eystri Skaftárketils eftir jökulhlaup þaðan haustið 2015 og viðvarandi breytingar á lögun yfirborðs Tungnaárjökuls hafa áhrif á legu vatnaskilanna. Allur vestur Vatnajökull þynnist nú hratt á leysingasvæðinu en ofanvert, á safnsvæðinu, þykknar og hækkar jökullinn. Hann hreyfist ekki nægjanleg til að bera fram ársafkomu frá safnsvæði til leysingasvæðis enda eru allir vestur skriðjöklarnir frá Sylgjujökli í norðri til Síðujökuls í suðri framhlaupsjöklar. Síðujökull hefur haft 30 ára framhlaupalotu en Tungnaárjökull um 45 ár. Síðujökull hljóp síðast 1993-94 en Tungnaárjökull
1995 og Skaftárjökull og Sylgjujökull strax í kjölfarið. Samkvæmt þessu er líklegt að Síðujökull hlaupi uppúr 2020 en Tungnaárjökull um 15 árum seinna. Í framhlaupum flyst verulegt magn íss af safnsvæði á leysingasvæði og oftast gengur sporðurinn fram um hundruði metra jafnvel nokkra
kílómetra. Við þetta lækkar safnsvæðið um tugi metra. Safnsvæði Tungnaárjökuls, Skaftárjökuls og Síðujökuls er sameiginlegt að hluta (hliðrast til um sama svæði vegna framhlaupanna). Þannig mun framhlaup Síðujökuls hliðra ísaskilum ofanvert til norðurs og halli yfirborðs safnsvæðisins verða
suðlægari.

Könnun á legu vatnaskila við jökulbotn milli Skaftár og Hverfisfljóts á Tungnaárjökli sunnan Skaftárkatla
Höfundur

Finnur Pálsson, Eyjólfur Magnússon og Hrafnhildur Hannesdóttir - Jarðvísindastofnun

Skrá

konnun-a-stodugleika-vatnaskila-skaftar-vid-jokulbotn-2019_fp-em-002.pdf

Sækja skrá