PDF · Útgáfa 15.11 — júlí 2015
Kolgrafa­fjörð­ur. Rann­sókn á umhverfis­aðstæð­um og súrefn­isbúskap við síldar­göngur

Umfangsmikill síldardauði átti sér stað í Kolgrafafirði veturinn 2012-2013. Síldin drapst innan vegfyllingar Snæfellsnesvegar við Hjarðarbólsodda sem liggur við þröskuld innri fjarðar, og er talið að síldardauðinn hafi orsakast af súrefnisskorti. Í kjölfar þessara atburða kom Vegagerðin á fót rannsóknarverkefni til að varpa frekara ljósi á þá. Markmiðið var að greina umhverfisaðstæður í firðinum sem gætu haft áhrif á súrefnisbúskap
fjarðarins þegar hann er undir miklu álagi vegna súrefnisupptöku síldar. Jafnframt, ef slíkar aðstæður skapast, að meta hvort tilkoma vegfyllingarinnar hefði áhrif á eða leiddi til þessara aðstæðna.

Kolgrafafjörður
Höfundur

Gísli Steinn Pétursson, Sveinn Óli Pálmarsson, Helgi Gunnar Gunnarsson - Verkfræðistofan Vatnaskil

Skrá

s1511_kolgrafafjordur.pdf

Sækja skrá