PDF · maí 2017
Hvað sýna íssjár­mælingar undir sigkötl­um Mýrdals­jökuls

Jarðvísindastofnun Háskólans hefur frá árinu 2012 gert tilraunir með notkun íssjár (ratsjá sem horfir niður í ísinn) við eftirlit með vatnssöfnun undir sigkötlum í Mýrdalsjökli. Snögg hlaup úr kötlum Mýrdalsjökuls hafa valdið skemmdum á umferðarmannvirkjum á Mýrdalssandi og geta ógnað öryggi vegfarenda. Frumkönnun þeirra gagna sem aflað hefur verið með íssjársniðmælingum yfir sigkötlunum hefur leitt í ljós að túlkun þessara mælinga er engan vegin einföld. Í þessari skýrslu er greint frá frekari úrvinnslu mælinganna og því hvað sú vinna leiðir í ljós. Einnig er skoðað hverjir eru annmarkar þeirrar mæliaðferðar sem jafnan hefur verið beitt og hvað ítarlegri mælingar geta leitt í ljós. Meginniðurstöður eru að sú vöktun gerð hefur verið með íssjá frá 2012 er mjög gagnleg til að greina hvort stórra hlaupa sé að vænta undan sigkötlum Mýrdalsjökuls. Hún er hins vegar ekki fullnægjandi til að meta magn vatns sem er finna undir kötlunum hverju sinni við venjulegar kringumstæður, þegar vatnsmagnið er ekki meira en svo að óveruleg hætta stafar af. Þannig hafa aðstæður verið allt frá hlaupinu í júlí 2011 sem tók af brúna yfir Múlakvísl.

Hvað sýna íssjármælingar undir sigkötlum Mýrdalsjökuls
Höfundur

Eyjólfur Magnússon, Finnur Pálsson, Magnús T. Guðmundsson, Joaquín M. C. Belart og Þórdís Högnadóttir - Jarðvísindastofnun

Skrá

hvad_syna_issjarmaelingar_undir-sigkotlum-myrdalsjokuls.pdf

Sækja skrá