PDF · Útgáfa 17283 — desember 2019
Hliðar­mann­virki – drög að leið­bein­ingum

Með fjölgun ferðamanna og auknu álagi á vegakerfi landsins þarf að vinna að markvissari uppbyggingu áningarstaða og hliðarmannvirkja. Ljóst er að með því álagi sem er á
vegakerfið í dag þarf víða að byggja nýja áningarstaði og stækka marga af núverandi stöðum, bæta tengingu þeirra við þjóðvegina og endurnýja og bæta innviði þeirra.

Í þessu verkefni er fjallað um hliðarmannvirki sem eru byggð utan þéttbýlis, og er lögð áhersla á áningarstaðina. Engar íslenskar leiðbeiningar eru til um hönnun áningarstaða
og lítið verið fjallað um hvaða innviði ber að gera ráð fyrir á þessum svæðum. Hliðarmannvirki og flestir áningarstaðir eru á forræði Vegagerðarinnar og er Vegagerðin
veghaldari þessara svæða auk vegarins og alls veghelgunarsvæðisins.

Hliðarmannvirki - drög að leiðbeiningum
Höfundur

Fríða Björg Eðvarðsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir - VSÓ ráðgjöf

Skrá

hlidarmannvirki-vid-veg-drog-ad-leidbeiningum.pdf

Sækja skrá