PDF · Útgáfa HG/2018-01 — júní 2018
Grein­ing snjóflóða með innhljóðs­mæling­um. Uppsetn­ing og fyrstu próf­anir

Haustið 2017 var komið upp svonefndu innhljóðsmælafylki á Suðurtanga á Ísafirði í samvinnu við háskólann í Flórens á Ítalíu. Tilgangurinn er að greina snjóflóð í rauntíma og veitti Vegagerðin styrk til verkefnisins. Fyrsta vetur verkefnisins var áhersla lögð á að koma rekstri mælann í gang og stilla snjóflóðagreiningar byggðar á gögnunum úr þeim. Í heildina lofar verkefnið góðu og fyrsti vetur verkefnisins sýnir að kerfið getur greint meðalstór og lítil snjóflóð þegar ekkier mikill hávaði í vindi. Vandamálið á þessum stað er vindgnauð og hávaði í veðri sem stundum truflar snjóflóðagreiningar. Haldið verður áfram að stilla greiningarnar og þróa leiðir til þess að draga úr truflunum. Þessi skýrsla er áfangaskýrsla en stefnt er að því að gefa út ítarlegri skýrslu sumarið 2019 þegar meiri reynsla er komin á kerfið. Fengist hefur framhaldsstyrkur frá Vegagerðinni til verksins.

Greining snjóflóða með innhljóðsmælingum. Uppsetning og fyrstu prófanir
Höfundur

Harpa Grímsdóttir - Veðurstofa Íslands

Skrá

greining-snjofloda-med-innhljodsmaelingum-afangakyrsla.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Áfangaskýrsla