PDF · Útgáfa IJ/EBJ/2020-01 — apríl 2020
Fylgni viðvar­ana og veður­spáa í Öræf­um

Öræfajökull er afgerandi stýriþáttur í vindátt, vindhraða og vindhviðum í Öræfum. Þjóðvegi 1 um Öræfi er oft á tíðum lokað vegna þess að veðurspár gera ráð fyrir miklum sviptivindum eða háum vindhraða þvert á veg. Þar sem líkönum reynist oft á tíðum erfitt að herma vind við há og brött fjöll er markmið í þessu verkefni að bera hviðuspár í misþéttu reiknineti saman við mælingar á þeim veðurathugunarstöðvum sem eru í nágrenninu sem og atvikalista Vegagerðarinnar og Landsbjargar til að meta áreiðanleika hviðuspáa og fylgni þeirra við mælingar.

Almennt má segja að appelsínugular viðvaranir séu gefnar út á réttum tíma og að þær nái yfir tímabilin þegar vindhraði er mestur. Þó er augljóst að veðurstöðvarnar sjá veðrið mjög misjafnlega og er aðal ástæðan það flókna landslag sem umlykur þær.

Fylgni viðvarana og veðurspáa í Öræfum
Höfundur

Ingibjörg Jóhannesdóttir og Elín Björk Jónasdóttir - Veðurstofa Íslands

Skrá

1800-710-ij_ebj_2020_01_oraefavedur_rs-1-.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Lokaskýrsla