PDF · Útgáfa Nr 1800-957 — 30. janúar 2024
Fugla­líf við hálendis­vegi

Markmið þessara rannsókna er tvíþætt, að setja upp mælikerfi fyrir fuglatalningar á hálendinu og afla staðgóðrar þekkingar á fuglalífi meðfram hálendisvegum. Rannsóknirnar munu leggja grunn að þekkingu á fuglum meðfram þessum leiðum sem nota má við að meta áhrif mögulegra framkvæmda á náttúrufar. Þær munu einnig veita mikilvægar upplýsingar um tegundafjölbreytni og þéttleika fugla á hálendinu á breiðari grunni og þær mælingar má endurtaka á seinni árum. Kjalvegur og vegur um Sprengisand eru tilvaldir í þetta verkefni en báðir vegir ná þvert yfir hálendið og í gegnum fjölbreytt búsvæði. Þetta eru jafnframt þær leiðir sem helst koma til greina ef vegatengingar milli Suðurlands og Norðurlands verða bættar. Afréttarvegur um Hrunamannaafrétt er fáfarinn vegur og líklegt að sá vegur verði fyrir minni breytingum næstu áratugina en vegur um Sprengisand og Kjöl. Hann er því tilvalinn til samanburðar.

Skjámynd 12
Höfundur

Böðvar Þórisson, Tómas G. Gunnarsson

Skrá

nr_1800_957_fuglalif-vid-halendisvegi.pdf

Sækja skrá