PDF · mars 2016
Frum­athug­un á lífríki þriggja fjarða í Aust­ur-Barða­strandar­sýslu með áherslu á fiskung­viði

Markmið rannsóknarinnar var að gera frumathugun á lífríki Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar í Austur-Barðastrandarsýslu með áherslu á fiskungviði en uppi eru áform um þverun fjarðanna vegna lagningar Vestfjarðavegar milli Bjarkalundar og Eyrar. Dagana 17. – 21. ágúst 2015 var farinn rannsóknaleiðangur þar sem tekin voru sýni í fjörðunum með bjálkatrolli, strandnót og smátrolli sem smíðað var sérstaklega til verksins. Sjö tegundir fiskungviðis komu í veiðarfærin þar sem þorsk- og skarkolaseiði voru mest áberandi auk nokkurra tegunda krabbadýra og kræklings. Þá var hluti Þorskfjarðar kortlagður með bergmálsmælingu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að töluvert er af fiskungviði, þar með talin seiði nytjafiska, í fjörðunum þremur. Athugunin leiðir í ljós jafnframt að þörf er á mun umfangsmeiri rannsókn til þess að hægt sé að leggja mat á útbreiðslu, magn og þéttleika þessara lífvera svo vel sé. Fyrr verður ekki hægt að fylgjast með og meta hugsanleg áhrif framkvæmdanna á lífríkið ef af þeim verður. Þá urðu leiðangursmenn varir við marhálm í breiðum í Þorskafirði og Djúpafirði en ekki vannst tími til að mynda þessi svæði eins og til stóð.

Frumathugun á lífríki þriggja fjarða í Austur-Barðastrandarsýslu með áherslu á fiskungviði
Höfundur

Björn Gunnarsson, Hjalti Karlsson og Hlynur Pétursson - Hafrannsóknarstofnun

Skrá

frumathugun-a-lifriki-thriggja-fjarda-i-austur-bardastrandarsysu-m.-aherslu-a-fiskungvidi.pdf

Sækja skrá