PDF · júní 2014
Eyðing skógar­kerfils með vegum

Baráttan við skógarkerfil í vegköntum í Eyjafjarðarsveit er á réttri leið og talsvert hefur áunnist. Það er alveg ljóst að fylgja þarf verkinu áfram eigi sigur að vinnast. Ef hætt yrði núna myndi sækja í sama horf og mikið af verkinu væri þá unnið fyrir gíg. Ljóst er að endurtekin úðun í vegkanta skilar árangri en slík framkvæmd er bæði tímafrek og kostnaðarsöm. Þá er mikilvægt að skoða hverjir bera ábyrgð á vegköntum og hvort einhverjar aðrar leiðir henti betur til útrýmingar. Eins þarf að hafa í huga að úðun með gjöreyðingarlyfi er neyðarúrræði og getur haft umtalsverð neikvæð umhverfisáhrif í för með sér. Þá þyrfti Vegagerðin að skoða það hvernig gengið er frá opnum vegsárum með það í huga að minnka líkurnar á því að skógarkerfill nemi þar land. Eyjafjarðarsveit hefur lagt sig fram við að auka rannsóknaþátt verksins með það í huga að fá meiri upplýsingar um vistfræði og eyðingu skógarkerfils – enda eru slíkar upplýsingar mjög takmarkaðar hérlendis.

Eyðing skógarkerfils með vegum
Höfundur

Brynhildur Bjarnadóttir

Skrá

eyding-skogarkerfils-med-vegum.pdf

Sækja skrá