PDF · Útgáfa Lr 2014/12 — mars 2014
Endur­heimt staðar­gróð­urs í aflögð­um slóð­um

Vegslóðar eru við ólíkar land- og gróðurfarslegar aðstæður og gera því kröfur um ólíkar nálganir í vistheimt og landslagsmótun. Markmið verkefnisins er að þróa aðferðir við endurheimt staðargróðurs og að þróa aðferðir við mat á ásýnd vistheimtar í slóðum. Prófaðar voru allt að sex meðferðir í þremur tilraunum í slóðum í lyngmóa og mosaþembu. Gróður var mældur 2012 og 2013. Fyrstu drög að aðferðafræði við mat á áhrifum vistheimtar á ásýnd lands var þróuð út frá völdum flokkum sem skilgreindir hafa verið til að lýsa íslensku landslagi. Þekja og samsetning háplantna í meðferðum í lyngmóa var mjög frábrugðin staðargróðri. Sígrænir smárunnar voru ríkjandi í staðargróðri en grös í slóða. Í mosaþembu voru fáar háplöntutegundir og þekja mosa var mun meiri í staðargróðri en í meðferðum. Sex þættir í flokkun landslags voru valdir til að meta áhrif vistheimtar á ásýnd. Mikilvægt er að horfa til ásýndar vistheimtar í landslagi þegar unnið er með slóða.

Endurheimt staðargróðurs í aflögðum slóðum
Höfundur

Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Kristín Svavarsdóttir - Lbhí

Verkefnastjóri

Kristín Svavarsdóttir

Skrá

skyrsla_vegag_lr_ksv2014.pdf

Sækja skrá