PDF · apríl 2021
Endur­heimt staðar­gróð­urs á fram­kvæmda­svæð­um – Þing­valla­vegur

Megintilgangur VegVist verkefnisins var að stuðla að aukinni endurheimt staðargróðurs við frágang á vegsvæðum með markvissri þekkingaröflun og miðlun þekkingar á
mismunandi aðferðum við vistvænar lausnir á uppgræðslu vegfláa og annarra svæða sem raskast við framkvæmdir.

Árið 2018 var ráðist í endurbætur á þeim hluta Þingvallavegar sem liggur um Þjóðgarðinn. Framkvæmdin er langstærsta vegaframkvæmd hér á landi þar sem heilar gróðurtorfur af vegsvæði eru nýttar við frágang á vegfláa og markar þannig tímamót við endurheimt staðargróðurs í vegframkvæmdum. Þessi aðferð kallaði á nýja nálgun og talsvert mikla breytingu á vel þekktum verkferlum í sambærilegum verkefnum. Stærsta skrefið virtist felast í hugarfarsbreytingu í skipulagsferlinu en með því að deila
þverfaglegri þekkingu myndaðist skilningur sem varð til þess að framkvæmdin gekk að mestu vandræðalaust fyrir sig. Greining á innleiðingarferlinu gefur vísbendingar um að þverfagleg samvinna í öllu ferlinu – skipulagi, framkvæmd og eftirliti séu lykilinn að góðum árangri.

Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum - Þingvallavegur
Höfundur

Steinunn Garðarsdóttir - Landbúnaðarháskóla Íslands

Skrá

nr_1800_754_endurheimt-stadargrodurs-a-framkvaemdasvaedum-thingvallavegur.pdf

Sækja skrá