PDF · Útgáfa 2970-278-SKY-001-V01 — apríl 2022
Efna­samsetn­ing fíns svifryks í Reykja­vík

Frá lok febrúar og fram í miðjan apríl 2019 voru tekin svifrykssýni við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar til að meta samsetningu svifryksins. Svifrykssýnum (fínu svifryki PM 2,5) var safnað á teflonsíur með sérstökum svifrykssafnara. Ryksýnin voru síðan efnagreind með plasma-massagreini og gerðar á þeim endurvarpsmælingar. Út frá niðurstöðum mælinga var útbúið fjölbreytulíkan til að rekja uppruna svifryksins. Til að fá viðmiðunargildi var safnað ryki af ætluðum uppsprettum á sams konar síur og með sama ryksafnara þannig að uppsprettusýnin og raunverulegu ryksýnin fengu sömu meðhöndlun.

Eftirfarandi niðurstöður fengust: Malbik 27,6%, sót 11,6%, jarðvegur 42,3%, bremsur 4,0% og salt 7,9%. Rétt innan við helmingur af svifrykinu stafar af bílaumferð þar sem stærsti hlutinn kemur frá malbiki og þar á eftir frá sóti. Stærsti hluti einstakrar uppsprettu er frá jarðvegi en töluverðar jarðvegsframkvæmdir voru í borginni á sýnatökutímabilinu. Hlutfall sóts fer minnkandi miðað við síðustu mælingar frá 2015 og 2013 sem skýrist líklega af færri eldri díselbílum.

Efnasamsetning fíns svifryks í Reykjavík
Höfundur

Páll Höskuldsson - Efla og Arngrímur Thorlacius - Efnagreiningar ehf

Skrá

nr_1800_401_efnasamsetning-fins-svifryks-i-reykjavik.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2019