PDF · Útgáfa RORUM 2016 002 — mars 2016
Botn­dýra­samfé­lög utan og innan þver­unar í Dýrafirði

Botndýrasamfélög eru könnuð utan og innan þverunar í Dýrafirði og niðurstöður þeirrar rannsóknar bornar saman við rannsókn sem gerð var fyrir þverun fjarðarins árin 1984 og 1985. Niðurstöður benda til að tegundaauðgi hafi ekki breyst markvert en fjöldi einstaklinga hafi aukist bæði utan og innan þverunar. Tilgáta um að breyttir straumar við þverunina hefðu bætt lífsskilyrði innan brúar var því ekki staðfest. Því er þó ekki hafnað því sýnatökustöðvar utan og innan þverunar eru í svipaðri fjarlægð frá þveruninni og því gætu breyttir straumar einnig bætt lífsskilyrði utan þverunar.

Botndýrasamfélög utan og innan þverunar í Dýrafirði
Höfundur

Þorleifur Eiríksson, Guðmundur Víðir Helgason og Þorleifur Ágústsson - Rorum

Skrá

botndyralif-utan-og-innan-thverunar-i-dyrafirdi.pdf

Sækja skrá